Erlent

Löggur reknar í kippum

Óli Tynes skrifar
Indverskir lögregluþjónar skima eftir mútum.
Indverskir lögregluþjónar skima eftir mútum.

Héraðsstjórinn í Uttar Pradesh héraði í Indlandi hefur rekið um 10.500 lögregluþjóna úr starfi á einni viku. Héraðsstjórinn segir að þeir hafi keypt sér embættin til þess að geta hagnast á mútum og öðru ólöglegu athæfi. Yfir 22000 lögregluþjónar eru enn til rannsóknar og viðbúið að einhverjir þeirra verði einnig reknir.

Uttar Pradesh er fjölmennasta hérað Indlands og héraðsstjóri þar er kona sem heitir Mayawati. Fleiri nöfn notar hún ekki. Hún kom eins og eldibrandur inn í indversk stjórnmál í maí síðastliðnum. Eitt af hennar kosningaloforðum var að uppræta spillingu í héraðinu og hún tók til óspilltra málanna, eins og gjörðir hennar bera með sér.

Í rannsókn sem hún hrinti af stað kom fram að fólk hafði borgað upp undir hálfa milljón króna fyrir að komast að í lögreglunni. Lögreglan á Indlandi er þekkt fyrir mikla spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×