Erlent

Hafðu stelpu með þegar þú ferð á séns

Óli Tynes skrifar

Nýtt fyrirtæki í Bandaríkjunum tekur að sér að koma karlmönnum á séns með því að senda stúlkur með þeim í samkvæmi eða öldurhús. Þetta hefur gengið svo vel að það er strax farið að opna útibú í öðrum löndum, meðal annars í Danmörku. Viðskiptavinirnir eru í skýjunum og segjast aldrei hafa kynntst jafn mörgum konum.

Fyrirtækið er kallað Wingwomen og er þar vísað til síðari heimsstyrjaldarinnar þar sem orrustuflugmenn gættu hver annars í loftbardögum. Þeir voru kallaði Wingmen eða vængmenn. Hlutverk vængkvennanna er að ræða við skjólstæðing sinn um hvaða konur honum líst vel á. Hún gefur sig svo á tal við þessar konur og eftir nokkra stund kynnir hún skjólstæðinginn fyrir þeim.

Bandaríkjamaðurinn Shane Forbes stofnaði fyrirtækið þegar hann fór að taka eftir því að honum gekk betur að ná sambandi við ókunnar konur ef hann fór út með einhverri vinkonu sinni. Hugsunin á bakvið þetta er að þegar karlmaður er með fallega konu upp á arminn virkar hann minna ógnandi en ef hann er einn. Það er vegna þess að það er augljóst að aðrar konur hafa staðfest að það sé allt í lagi með hann.

Einnig finnst konum að karlmaðurinn sé áhugaverðari ef aðrar konur hafa áhuga á honum. Sálfræði 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×