O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar 17. september 2007 14:48 O.J. Simpson á lögreglustöð í Las Vegas eftir handtökuna í gær. MYND/AFP O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. Orenthal James Simpson er fæddur 9. júlí 1947 og alinn upp í San Fransisco. Ekki leit út fyrir að drengurinn yrði íþróttamaður, því þriggja ára greindist hann með beinkröm og þurfti að notast við heimagerðar stuðningsgrindur í tvö ár. Þrettán ára gamall gekk hann til liðs við götuklíku í borginni og var síðan komið fyrir á betrunarheimili tveimur árum síðar. Simpson hóf að spila amerískan ruðning í gagnfræðaskóla og öðlaðist frægð fyrir frábæra frammistöðu sem atvinnumaður. Þar öðlaðist hann gælunafnið The Juice. Hann lék með Buffalo Bills og San Fransisco 49´ers og var valinn besti leikmaður deildarinnar árin 1972 og 1973. Hann var vígður inn í frægðarhöll bandarískra íþróttamanna árið 1985. Simpson hóf kvikmyndaleikferil sinn árið 1974. Hann lék meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinn Rætur og ýmsum kvikmyndum, þar á meðal Naked Gun myndunum. Um tíma leit út fyrir að hann myndi hreppa aðalhlutverkið í myndinni The Terminator, en ímynd hans sem "góða mannsins" þótti skemma fyrir trúverðugleika þorparans í myndinni. O.J. stofnaði síðan sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Orenthal Productions sem framleiddu aðallega efni fyrir sjónvarp. Simpson giftist fyrri konu sinni árið 1967. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu ári eftir að yngsta barnið, þá tveggja ára, drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar. Árið 1985 giftist hann hinni þýskættuðu Nicole Brown. Þau eignuðust tvö börn saman, en Nicole skildi við O.J. árið 1992 og sagði ofbeldishegðun hans orsökina. Árið 1994 fannst Nicole myrt fyrir utan heimili sitt ásamt vini sínum Ronald Goldman. Simpson var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingaleik lögreglu við O.J. og var sýnt beint í amerísku sjónvarpi. Eltingaleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjónvarpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöldunum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð viðbrögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var Simpson dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Goldmans höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljón dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftirlaunasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman verðlaunanna og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. Simpson skrifaði bókina "Ef ég gerði það" árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadómstóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið "Ef ég gerði það: Játning morðingjans." Bókin kom út á fimmtudag, sama dag og minjagripaþjófnaðurinn átti sér stað. Fyrir morðið á Nicole Brown og Goldman var ímynd almennings af Simpsons ákaflega góð. Hann umgekkst hvíta jafnt sem svarta og þótti brúa bil kynþáttamunar og táknræns aðskilnaðar. Eftir morðið lagði hins vegar stór hluti almennings í Bandaríkjunum fæð á hann. Erlent Tengdar fréttir Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. Orenthal James Simpson er fæddur 9. júlí 1947 og alinn upp í San Fransisco. Ekki leit út fyrir að drengurinn yrði íþróttamaður, því þriggja ára greindist hann með beinkröm og þurfti að notast við heimagerðar stuðningsgrindur í tvö ár. Þrettán ára gamall gekk hann til liðs við götuklíku í borginni og var síðan komið fyrir á betrunarheimili tveimur árum síðar. Simpson hóf að spila amerískan ruðning í gagnfræðaskóla og öðlaðist frægð fyrir frábæra frammistöðu sem atvinnumaður. Þar öðlaðist hann gælunafnið The Juice. Hann lék með Buffalo Bills og San Fransisco 49´ers og var valinn besti leikmaður deildarinnar árin 1972 og 1973. Hann var vígður inn í frægðarhöll bandarískra íþróttamanna árið 1985. Simpson hóf kvikmyndaleikferil sinn árið 1974. Hann lék meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinn Rætur og ýmsum kvikmyndum, þar á meðal Naked Gun myndunum. Um tíma leit út fyrir að hann myndi hreppa aðalhlutverkið í myndinni The Terminator, en ímynd hans sem "góða mannsins" þótti skemma fyrir trúverðugleika þorparans í myndinni. O.J. stofnaði síðan sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Orenthal Productions sem framleiddu aðallega efni fyrir sjónvarp. Simpson giftist fyrri konu sinni árið 1967. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu ári eftir að yngsta barnið, þá tveggja ára, drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar. Árið 1985 giftist hann hinni þýskættuðu Nicole Brown. Þau eignuðust tvö börn saman, en Nicole skildi við O.J. árið 1992 og sagði ofbeldishegðun hans orsökina. Árið 1994 fannst Nicole myrt fyrir utan heimili sitt ásamt vini sínum Ronald Goldman. Simpson var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingaleik lögreglu við O.J. og var sýnt beint í amerísku sjónvarpi. Eltingaleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjónvarpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöldunum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð viðbrögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var Simpson dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Goldmans höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljón dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftirlaunasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman verðlaunanna og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. Simpson skrifaði bókina "Ef ég gerði það" árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadómstóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið "Ef ég gerði það: Játning morðingjans." Bókin kom út á fimmtudag, sama dag og minjagripaþjófnaðurinn átti sér stað. Fyrir morðið á Nicole Brown og Goldman var ímynd almennings af Simpsons ákaflega góð. Hann umgekkst hvíta jafnt sem svarta og þótti brúa bil kynþáttamunar og táknræns aðskilnaðar. Eftir morðið lagði hins vegar stór hluti almennings í Bandaríkjunum fæð á hann.
Erlent Tengdar fréttir Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43