Erlent

Byrjað að farga nautgripum

Guðjón Helgason skrifar

Gin- og klaufaveiki hefur greinst á nautgripabúi á Englandi - nærri þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Varnarsvæði hefur verið afmarkað í kringum býlið og förgun nautgripa hafin.

Evrópusambandið hefur frestað því að leyfa aftur útflutning á lifandi búpeningi, kjöti og mjólkurvörum frá Bretlandi.

Fyrri smit voru rakin til leka frá rannsóknarstofu þar sem veiran sem veldur sjúkdómnum var notuð til rannsókna. Varnarsvæði um hana er enn í gildi. Ekki er vitað hvort veikin sem greinist nú barst í nautgripina fyrir rúmum mánuði eins og þar sem hún greindist fyrr - eða þá nýlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×