Erlent

Lítt þekktur embættismaður útnefndur forsætisráðherra

Guðjón Helgason skrifar

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Viktor Zubkov, lítt þekktan embættismann, sem næsta forsætisráðherra Rússlands.

Mikhail Fradkov, forsætisráðherra baðst í morgun lausnar og er talið að Pútín ætli Zubkov að taka við af sér eftir hálft á þegar forsetakosningar verða haldnar.

Samkvæmt stjórnarskrá má Pútín ekki bjóða sig aftur fram til embættisins.

Dúman, neðri deild rússneska þingsins, greiðir atkvæði um Zubkov á föstudaginn. Kosið er til þings í desember. Haldi Zubkov þá embættinu segja stjórnmálaskýrendur hann í lykilstöðu sækist hann eftir því að verða forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×