Erlent

Vinstra hrun í Noregi

Frá Osló.
Frá Osló.

Vinstri sósíalistar (SV) töpuðu miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum í Noregi síðastliðinn mánudag. Fylgi flokksins minnkaði úr 12,3 í 6,1 prósent, miðað við síðustu kosningar 2003.

Verkamannaflokkurinn, sem er stærsti flokkurinn í Noregi með 29,6 prósenta fylgi og borgarlegu flokkarnir Hægri og Framfaraflokkurinn juku fylgi sitt smávægilega. Sigurvegari kosninganna er borgaralegi flokkurinn Vinstri, sem fékk 5,8 prósenta atkvæða, var með 3,8 prósent 2003. Miðjuflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn eru með sama fylgi og áður, 8 og 6,4 prósent.

Í fjölmiðlum er þegar farið að ræða hvaða afleiðingar fylgistap vinstri sósíalista í sveitastjórnarkosningunum muni hafa fyrir ráðherra flokksins, en vinstri sósíalistar eru í ríkisstjórn með Verkamannaflokki og Miðjuflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×