Bandarískum hermönnum ekki fækkað strax Guðjón Helgason skrifar 10. september 2007 19:05 Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hafa látið gera könnun um viðhorf Íraka til aðgerða Bandaríkjamanna í landinu og hvernig þeir vilji taka á erlendu herliði. Meirihluti Íraka telur árásir á bandaríska hermenn réttlætanlegar. 93% súnnía telja árásir í lagi og helmingur sjía. Aðeins 5% Kúrda eru á sama máli. Árásir á íraskar sveitir eru síður ásættanlegar samkvæmt könnuninni. 18% Súnnía segja þær í lagi en aðeins 2% Sjía og Kúrda. Spurt var hvenær erlendar hersveitir eigi að fara frá Írak. Yfirgnæfandi meirihluti Súnnía vill að þær fari strax en innan við helmingur sjía sem vilja leggja áherslu á að tryggja öryggi almennra borgara eða styrk ríkisstjórnar. Einnig var spurt það hafi skilað árangri í öryggisgæslfu að fjölga bandarískum hermönnum í Bagdad og næsta nágrenni. 168 þúsund bandarískir hermenn eru nú í landinu en frá febrúar og fram í júní fjölgaði þeim um 30 þúsund. Mikill meirihluti Íraka segir ástandið verra á þessum svæðum og skiptir litlu hvort talað er við súnnía eða sjía. Heraflinn í Írak var til umræðu í Washington í dag þegar David Petraeus, yfirhershöfðingi í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna, kynntu Bandaríkjaþingi skýrslu sína um málið. Þeir koma fyrir þingnefndir í dag og næstu tvo daga. Petraeus sagði markmiðum með fjölgun í herliðinu að mestu náð. Árásum og ódæðum hafi fækkað. Hann segir þó ekki hægt að fækka hermönnum fyrr en næsta sumar. Petraeus segir þá óhætt að kalla um 30 þúsund hermenn heim og síðan verði haldið áfram stig af stigi. Ómögulegt sé þó að segja til um hversu hratt það geti gengið. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hafa látið gera könnun um viðhorf Íraka til aðgerða Bandaríkjamanna í landinu og hvernig þeir vilji taka á erlendu herliði. Meirihluti Íraka telur árásir á bandaríska hermenn réttlætanlegar. 93% súnnía telja árásir í lagi og helmingur sjía. Aðeins 5% Kúrda eru á sama máli. Árásir á íraskar sveitir eru síður ásættanlegar samkvæmt könnuninni. 18% Súnnía segja þær í lagi en aðeins 2% Sjía og Kúrda. Spurt var hvenær erlendar hersveitir eigi að fara frá Írak. Yfirgnæfandi meirihluti Súnnía vill að þær fari strax en innan við helmingur sjía sem vilja leggja áherslu á að tryggja öryggi almennra borgara eða styrk ríkisstjórnar. Einnig var spurt það hafi skilað árangri í öryggisgæslfu að fjölga bandarískum hermönnum í Bagdad og næsta nágrenni. 168 þúsund bandarískir hermenn eru nú í landinu en frá febrúar og fram í júní fjölgaði þeim um 30 þúsund. Mikill meirihluti Íraka segir ástandið verra á þessum svæðum og skiptir litlu hvort talað er við súnnía eða sjía. Heraflinn í Írak var til umræðu í Washington í dag þegar David Petraeus, yfirhershöfðingi í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna, kynntu Bandaríkjaþingi skýrslu sína um málið. Þeir koma fyrir þingnefndir í dag og næstu tvo daga. Petraeus sagði markmiðum með fjölgun í herliðinu að mestu náð. Árásum og ódæðum hafi fækkað. Hann segir þó ekki hægt að fækka hermönnum fyrr en næsta sumar. Petraeus segir þá óhætt að kalla um 30 þúsund hermenn heim og síðan verði haldið áfram stig af stigi. Ómögulegt sé þó að segja til um hversu hratt það geti gengið.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira