Erlent

Talibanar segjast tilbúnir til viðræðna

Óli Tynes skrifar
Talibanar; tilbúnir til viðræðna.
Talibanar; tilbúnir til viðræðna.

Háttsettur talsmaður Talibana í Afganistan segir að þeir séu reiðubúnir til viðræðna við ríkisstjórn Hamids Karzai, forseta landsins um að binda enda á sex ára skæruhernað. Karzai sendi Talibönum tilboð um viðræður, vegna vaxandi blóðsúthellinga í landinu. Hann sagði að friður næðist ekki ef menn töluðu ekki saman.

"Vegna hagsmuna þjóðarinnar erum við tilbúnir til þess að ræða við ríkisstjórnina," sagði Yousuf Ahmadi, háttsettur talsmaður Talibana. "Um leið og ríkisstjórnin biður okkur formlega um fund, erum við reiðubúnir."

Ahmadi sagði að þeir gætu rætt við ríkisstjórnina á sama hátt og þeir ræddu við stjórnvöld í Suður-Kóreu um lausn gísla sem þeir tóku í gíslingu í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×