Erlent

Time fær risasekt í Indónesíu

Óli Tynes skrifar
Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu.
Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu.

Bandaríska vikuritið Time hefur verið dæmt í 107 milljóna dollara sekt fyrir hæstarétti í Indónesíu, fyrir að móðga fyrrverandi forseta landsins. Ástæðan fyrir málaferlum var sú að árið 1999 birti Time frétt þar sem því var haldið fram að Suharto fjölskyldan hefði safnað miklum auði meðan hann var forseti.

Mánaðarlaun hans voru rúmir 1700 dollarar og af því tókst fjölskyldunni að spara fimmtán milljarða dollara.

Fyrir utan hina háu fjársekt var Time dæmt til þess að draga frétt sína til baka og biðja Suharto afsökunar. Suharto var forseti Indónesíu í 32 ár. Time hefur ekki tjáð sig um þennan dóm, en talið er ólíklegt að tímaritið greiði sektina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×