Erlent

Abbas og Olmert funda

Guðjón Helgason skrifar

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hittust til að ræða mögulega stofnun palestínsk ríkis á fundi í Jerúsalem í morgun. Fundur leiðtoganna er haldinn svo þeir geti stillt saman strengi sína fyrir ráðstefnu um málið í nóvember sem Bandaríkjamenn hafa boðað til.

Olmert og Abbas hafa nú fundað reglulega síðan Hamas-liðar tóku öll völd á Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum. Er það liður í áætlun Bandaríkjamanna um að styrkja stöðu Fatah-hreyfingar forsetans og tryggja völd hans á Vesturbakkanum svo einangra megi Hamas-liða á Gaza.

Ekki er búist við niðurstöðu eftir fundinn í dag en Abbas sagðist vongóður um að mál myndu þróast í rétta átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×