Erlent

Nýnasistar handteknir í Ísrael

Guðjón Helgason skrifar

Ísraelska lögreglan hefur handtekið átta nýnasista þar í landi og leyst upp samtök sem mennirnir höfðu stofnað. Þeir eru á aldrinum 16 til 21 árs - allir ísraelskir ríkisborgarar, aðfluttir frá Austur-Evrópu. Mánuður er síðan þeir voru handteknir en fréttir af því hafa fyrst borist nú.

Mönnunum er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi gegn útlendingum, samkynhneigðum og trúræknum gyðingum. Við leit á heimilum þeirra fann lögregla nasistabúninga, hnífa, byssur og sprengiefni auk fjölmargra mynda af leiðtoganum, Adolf Hitler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×