Erlent

Víkingar sóttir í hauga í Noregi

Óli Tynes skrifar
Oseberg skipið.
Oseberg skipið.

Norskir fornleifafræðingar eru nú að sækja jarðneskar leifar þriggja víkinga í hauga þar semþær voru skildar eftir þegar skip voru grafin úr haugunum á fyrrihluta síðustu aldar. Annað var hið fræga Gauksstaðaskip en hitt var sótt í haug í Oseberg.

Í Gauksstaðahaugnum fannst beinagrind af karlmanni en í Oseberg beinagrindur af tveim konum. Beinagrindurnar voru grafnar aftur í sérstökum málmkistum þegar skipin voru sótt, annarsvegar árið 1928 og hinsvegar 1948.

Norðmenn sýndu þá ótrúlegu framsýni að grafa beinagrindurnar aftur til að bíða eftir að vísindin þróuðust það mikið að hægt væri að ráða í lífsháttum fólksins með betri árangri en hægt var á þeim árum. Og nú er sá tími kominn.

Kisturnar verða ekki opnaðar á staðnum heldur fluttar í Víkingaskipahúsið á Bygdöy. Þar verða þær opnaðar við bestu aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×