Erlent

Rússnesku sprengjuvélarnar nálgast Ísland

Óli Tynes skrifar
Rússnesku sprengjuflugvélarnar eru af Bear gerð.
Rússnesku sprengjuflugvélarnar eru af Bear gerð.

Breskar orrustuþotur hafa tekið við af norskum við að fylgjast með átta rússneskum sprengjuflugvélum sem eru á flugi yfir Norður-Atlantshafi. Ef að líkum lætur munu rússnesku vélarnar svo taka stefnuna á Ísland, og hér eru náttúrlega engar vélar til þess að senda á móti þeim.

Fyrst Bretar hafa sent orrustuþotur eru rússnesku vélarnar komnar á móts við Færeyjar.

Ef Norðmenn eða Bretar telja ástæðu til geta þeir auðvitað sent eldsneytisvél með orrustuþotum sínum og fylgt rússnesku vélunum í kringum landið. Síðast þegar rússneskar sprengjuvélar nálguðust Ísland flugu þær hringinn í kringum landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×