Erlent

Norskar orrustuþotur á móti Rússum

Óli Tynes skrifar
Norskar F-16 orrustuþotur.
Norskar F-16 orrustuþotur.

Norðmenn sendu í morgun tvær orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum sem nálguðust norska lofthelgi. Ofursti í norska flughernum segir að þeir fylgist náið með öllum ferðum Rússa og búist við tíðum heimsóknum þeirra á næstu árum.

John Inge Öglænd, ofursti, sagði í samtali við Aftenposten að rússnesku vélarnar hefðu aldrei farið inn í norska lofthelgi. Þær hefðu hinsvegar komið svo nálægt henni að orrustuþoturnar hefðu verið sendar til þess að minna á hana.

Öglænd sagði að þeir litu ekki á flug Rússa sem neina ógn við Noreg, en það sé sjálfsagt að fylgjast með því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×