Erlent

Danir halda framhjá í bunkum

Óli Tynes skrifar
Hin konan.
Hin konan.

Fjórir af hverjum tíu Dönum halda framhjá maka sínum einhverntíma ævinnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Könnuðurinn hefur áhyggjur af því að framhjáhald fari að teljast eðlilegt. Konur óttast mest tilfinningaleg tengsl manna sinna við aðrar konur. Karlmenn óttast hinsvegar mest kynferðislegt samneyti kvenna sinna við aðra menn.

Ingrid Ann Watson hefur verið hjónabandsráðgjafi í tíu ár og hún hefur nú skrifað bók um reynslu sína. Þar kemur meðal annars fram að 40 prósent Dana haldi framhjá. "Framhjáhald er að verða ok," segir Ingrid Ann. "Fólk virðir ekki lengur þau loforð sem það gefur um að vera trútt. Það vill hafa sinn vilja fram og ef það fær það ekki þá bollar það bara framhjá."

Mismunandi áhyggjur karla og kvenna af framhjáhaldi eru skýrðar með þróunarkenningunni. Það sé konum eðlilegt að leita að bestu genum handa börnum sínum. Þær vilji stuðning frá manninum og að hann veiti börnunum öryggi og næringu. Ef hann bindist annarri konu tilfinningalegum böndum geti þær misst hann.

Karlmenn hafa mestar áhyggjur af kynferðislegu samneyti kvenna sinna vegna þess að þá kemur meðal annars upp spurningin um faðerni barna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×