Erlent

Bandarískur almenningur óánægður með þingið

Óli Tynes skrifar
Bandaríska þinghúsið.
Bandaríska þinghúsið.

Bandarískur almenningur er ekki hrifinn af stjórn demokrata á þingi landsins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er aðeins einn af hverjum fimm ánægður. Það er jafnvel verri einkunn en George Bush fær hjá þjóðinni. Demokratar unnu meirihluta í báðum deildum í janúar síðastliðnum og hafa síðan gert hvað þeir hafa getað til þess að þvælast fyrir forsetanum.

Það hefur þó ekki gengið neitt sérstaklega vel. Eitt af því sem demokratar leggja megináherslu á er að kalla bandaríska hermenn heim frá Írak. Þeim hefur þó ekki tekist að finna leið til þess. Þá hjálpar það ekki til að deildarforsetar demokrata í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni þola ekki hvort annað.

Nancy Pelosi og Harry Reid eru að vísu brosleit og vinsamlega þegar þau sjást saman opinberlega, en fjölmargar sögur ganga um ósætti þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×