Erlent

Beljur með nafnskírteini

Óli Tynes skrifar
Smella svo.
Smella svo.

Bændur í Vestur-Bengal á Indlandi hafa verið skyldaðir til þess að fara með beljur sínar í myndatökur, til þess að útvega þeim nafnskírteini. Þetta er liður í því að koma í veg fyrir stórfellt smygl á þeim til Bangladesh. Meirihluti Indverja eru hindúar og samkvæmt þeirra trú eru þessir jórtrandi ferfætlingar heilagar kýr. Það er bannað að flytja þær úr landi.

Í Bangladesh búa hinsvegar múslimar og þeim þykja þessar heilögu kýr góðar á grillið. Á síðasta ári var á fimmta hundrað nautgripum smyglað yfir landamærin. Smyglarar borga bændum vel fyrir gripina. Eins er þeim stolið.

Nú hafa landamæraverðir hinsvegar myndir af beljunum og vita hverjir eiga þær. Allir sem eru með kýr á rölti við landamærin verða að geta gert grein fyrir sínum ferðum og eignarhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×