Erlent

Kanada fordæmir samninga við Talibana

Óli Tynes skrifar
Suður-kóresku gíslarnir fyrir brottför sína til Afganistans.
Suður-kóresku gíslarnir fyrir brottför sína til Afganistans.

Utanríkisráðherra Kanada hefur gagnrýnt stjórnvöld í Suður-Kóreu harðlega fyrir að semja við Talibana í Afganistan um lausn gísla sem þeir tóku. Talibanar tóku 23 gísla frá Suður-Kóreu. Tveir þeirra voru myrtir en hinir hafa nú allir verið látnir lausir, eftir miklar samningaviðræður.

Maxime Bernier, utanríkisráðherra Kanada, sagði í dag að stefna lands síns í slíkum málum væri skýr. Það væri ekki samið við hryðjuverkamenn um nokkurn skapaðan hlut. Slíkir samningar hvort sem þeir beri árangur eða ekki, ýti aðeins undir frekari hryðjuverk. Tvöþúsund og fimmhundruð kanadiskir hermenn eru í Afganistan.

Kóreufólkið tilheyrir kirkju í heimalandi sínu og fór til Afganistans til þess að kristna Talibana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×