Erlent

Hershöfðingi rekinn eftir morð á rússneskum hermanni

Óli Tynes skrifar
Nýliðar í rússneska hernum eiga oft illa ævi.
Nýliðar í rússneska hernum eiga oft illa ævi.

Varnarmálaráðherra Rússlands hefur rekið hershöfðingja sem stjórnaði herstöð þar sem drukknir foringjar börðu ungan óbreyttan hermann til bana. Ill meðferð á ungum hermönnum er landlæg í rússneska hernum. Fjölmörg dæmi eru um að þeir lifi hana ekki af. Átján mánaða herskylda er í Rússlandi og ungir menn gera allt sem þeir geta til þess að komast hjá henni.

Á síðasta ári þurfti að taka báða fætur og kynfæri af ungum hermanni sem hafði verið misþyrmt. Það eru bæði foringjar og eldri hermenn sem níðast á nýliðunum. Þykir það jafnvel einhverskonar karlmennskupróf ef nýliðarnir komast í gegnum þjálfun sína án þess að gefast upp.

Þessi meðferð hefur viðgengist í áratugi, en eftir fall Sovétríkjanna byrjuðu að birtast um hana fréttir í fjölmiðlum og foreldrar nýliðanna hafa farið að láta til sín taka. Putin forseti hefur auk þess gert sér dælt við herinn og vill veg hans sem mestan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×