Erlent

Chavez breytir sólarhringnum

Óli Tynes skrifar
Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela ætlar að breyta sólarganginum fyrir fátæka þegna sína. Eða þannig. Þann fyrsta september næstkomandi seinkar Venesúela klukkunni um hálftíma. Með því segjast stjórnvöld styðja við réttlátari dreifingu sólargeislanna á ríka og fátæka.

Hector Navarro, vísindaráðherra Venesúela segir í samtali við Reuters fréttastofuna að það séu einkum fátæk börn sem þurfa að fara á fætur fyrir sólarupprás til þess að reyna að afla einhverra tekna. Með því að seinka klukkunni um hálftíma fá þessi börn frekar að njóta geisla morgunsólarinnar.

Í dag er Venesúela fjórum klukkustundum á eftir Greenwich tíma GMT, sem meðal annars gildir á Íslandi. Þann fyrsta september verða það fjórar og hálf klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×