Erlent

Leyniþjónustumenn myrtu Politkovskayu

Óli Tynes skrifar

Það voru bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar FSB sem stóðu að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovskayu. Ríkissaksóknari Rússlands upplýsti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að tíu menn hefðu verið handteknir vegna málsins. Þeirra á meðal maðurinn sem framdi morðið. Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt á síðasta ári.

Leyniþjónustan FSB var stofnuð upp úr gömlu leyniþjónustunni KGB, sem var leyst upp eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur.

Yuri Chaika ríkissaksóknari sagði að Potitkovskaya hefði hitt og þekkt manninn sem fyrirskipaði morðið á henni. Blaðakonan var óvægin í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Vladimirs Putins, forseta og skrifaði meðal annars harðorðar greinar um framferði rússneskra hermanna í Tsjetsníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×