Erlent

Handtökur vegna morðs á rússneskri blaðakonu

Óli Tynes skrifar
Rússar syrgðu mjög blaðakonuna.
Rússar syrgðu mjög blaðakonuna.

Tíu manns hafa verið handteknir vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju. Hún var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í Moskvu 7. október á síðasta ári. Tass fréttastofan segir að ákærur á hendur mönnunum verði birtar innan skamms.

Ríkissaksóknari Rússlands segir við fréttastofuna að rannsókn á morðinu hafi nýlega leitt í ljós nýjar upplýsingar, sem leiddu til þess að mennirnir tíu voru handteknir.

Anna var harður gagnrýndandi Putins forseta og skrifaði meðal annars harðorðar greinar um framferði rússneskra hermanna í Tsjetsníu. Aðrir gagnrýnendur Putins hafa viljað kenna honum um morðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×