Erlent

Hákon styður systur sína

Guðjón Helgason skrifar

Hákon krónprins Noregs styður englaskóla Mörtu Lovísu systur sinnar þar sem hún ætlar að kenna fólki að tala við engla og dýr. Þetta sagði prinsinn við blaðamenn þar sem hann og Mette Marit kona hans afhentu góðgerðarsamtökum jafnvirði nærri 6 milljóna króna úr sjóði sínum sem notaðar verða til að hjálpa munaðarlausum börnum í Rússlandi.

Marta Lovísa hefur hlotið mikla gagnrýni í Noregi vegna frásagna af samtölum hennar við dýr og engla. Hákon sagði mikilvægt að systir sín einbeitt sér að því sem skipti hana máli.

Krónprinsinn og kona hans fagna nú sex ára brúðkaupsafmæli og af því tilefni var gefið úr sjóðunum og síðan slegið upp rokkveislu í Tromsø.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×