Erlent

Mynd af morðingja og vitni gefur sig fram

Guðjón Helgason skrifar

Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrti hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Hettuklæddur unglingur hjóli skaut Rhys þar sem hann var að ganga heim af knattspyrnuæfingu á miðvikudagskvöldið. Enginn hefur formlega verið kærður fyrir morðið.

6 ungmenni eru í haldi lögreglu, grunuð um aðild að því , 4 drengir og 2 stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára. Einn drengjanna slasaðist þegar hann datt út um glugg heima hjá sér þegar hann reyndi að stinga lögreglu af.

Lykilvitni í málinu, kona sem gekk með barnavagn nærri morðstaðnum þegar Rhys var skotinn, hefur gefið sig fram við lögreglu síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×