Erlent

Aftur kosið í Síerra Leóne

Guðjón Helgason skrifar

Önnur umferð forsetakosninga verður haldin í Afríkuríkinu Síerra Leóne eftir hálfan mánuð. Kjörstjórn landsins tilkynnti í morgun að einginn frambjóðenda hefði fengið hreinan meirhluta í fyrri umferð.

Ernest Bai Koroma, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, og Solomon Berewa, frambjóðandi stjórnarflokkanna, fengu flest atkvæði og kosið verður milli þeirra. Þing- og forsetakosningar fóru vel fram í landinu fyrir hálfum mánuði og var kjörsókn góð.

Þetta voru aðrar kosningar í Síerra Leóne eftir að endir var bundinn á tíu ára blóðuga borgarastyrjöld þar fyrir sjö árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×