Erlent

Velja flottasta bossa í heimi

Óli Tynes skrifar
Sloggi bossar.
Sloggi bossar.

Danir eru frjálslyndir í besta lagi, en sumum þeirra misbýður þó nýjasta markaðsátak danska undirfatarisans Sloggi. Fyrirtækið ætlar að láta velja fallegasta bossa í heimi á netinu og hvetur stúlkur og drengi til þess að senda myndir af afturendanum á sér, náttúrlega í Sloggi nærbuxum eða þveng. Tugþúsundir unglinga hafa svarað kallinu, enda er sigurvegaranum heitið fyrirsætustarfi.

Myndirnar eru svo settar á netið, þar sem hægt er að greiða atkvæði um hvað mönnum finnst flottast. Markaðsstjóri Sloggi segir að allar myndir sem séu klámkenndar séu vinsaðar út. Aldurstakmarkið er 18 ár og markaðsstjórinn segir að ef þeir séu um vafa um aldurinn krefjist þeir skilríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×