Björk ein af sex mikilvægustu konum skemmtanaiðnaðarins Óli Tynes skrifar 23. ágúst 2007 10:30 Björk Guðmundsdóttir. Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Þar má finna bresku leikkonuna Helen Mirren. Hún hefur alltaf þótt frábær leikkona en undanfarin misseri hefur hún sópað til sín verðlaunum og stendur nú á hátindi frægðar sinnar, sextíu og tveggja ára gömul. Breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur ekki aðeins sópað til sín verðlaunum og vinsældum heldur einnig peningum í þeim mæli að hún er líklega orðin ríkari en Elísabet drottning. Variety telur Barböru Broccoli einn mikilvægasta kvikmyndaframleiðanda í heimi. Hún erfði að vísu James Bond gullnámuna eftir föður sinn, Chubby Broccoli, en þykir hafa staðið sig stórkostlega við að færa 007 til nútímans með nýjustu myndinni sem sló rækilega í gegn. Salma Hayek segir að það hafi verið hlegið að sér þegar hún kom til Hollywood. Fólk hafi sagt við hana að hún væri Mexíkói og yrði aldrei leikari í Bandaríkjunum. Variety segir að ekki einungis hafi Salma verið tilnefnd til óskarsverðlauna, hún hafi einnig látið til sín taka í framleiðslu. Meðal annars framleiðir hún hina vinsælu þætti Ugly Betty. Angelina Jolie er tilnefnd meðal annars vegna þess að hún hefur verið natin við að vekja athygli á átakasvæðum í heiminum. Hún er líka einn af velvildarsendiherrum Sameinuðu þjóðanna. Danski leikstjórinn Susanne Bier er svo í Variety talin einn af fjórum mikilvægustu leikstjórum heims. Hún sló í gegn með myndinni Sá einasti eini, árið 1999. Síðan hefur hún sent frá sér myndir eins og Bræður og Eftir brúðkaupið. Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Þar má finna bresku leikkonuna Helen Mirren. Hún hefur alltaf þótt frábær leikkona en undanfarin misseri hefur hún sópað til sín verðlaunum og stendur nú á hátindi frægðar sinnar, sextíu og tveggja ára gömul. Breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur ekki aðeins sópað til sín verðlaunum og vinsældum heldur einnig peningum í þeim mæli að hún er líklega orðin ríkari en Elísabet drottning. Variety telur Barböru Broccoli einn mikilvægasta kvikmyndaframleiðanda í heimi. Hún erfði að vísu James Bond gullnámuna eftir föður sinn, Chubby Broccoli, en þykir hafa staðið sig stórkostlega við að færa 007 til nútímans með nýjustu myndinni sem sló rækilega í gegn. Salma Hayek segir að það hafi verið hlegið að sér þegar hún kom til Hollywood. Fólk hafi sagt við hana að hún væri Mexíkói og yrði aldrei leikari í Bandaríkjunum. Variety segir að ekki einungis hafi Salma verið tilnefnd til óskarsverðlauna, hún hafi einnig látið til sín taka í framleiðslu. Meðal annars framleiðir hún hina vinsælu þætti Ugly Betty. Angelina Jolie er tilnefnd meðal annars vegna þess að hún hefur verið natin við að vekja athygli á átakasvæðum í heiminum. Hún er líka einn af velvildarsendiherrum Sameinuðu þjóðanna. Danski leikstjórinn Susanne Bier er svo í Variety talin einn af fjórum mikilvægustu leikstjórum heims. Hún sló í gegn með myndinni Sá einasti eini, árið 1999. Síðan hefur hún sent frá sér myndir eins og Bræður og Eftir brúðkaupið.
Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira