Erlent

Legg ég svo á og mæli um

Óli Tynes skrifar
Ekki ergja faraó.
Ekki ergja faraó.

Þýskur maður skilaði egypska sendiráðinu í Berlín útskurðarmynd af egypskum faraó sem fósturfaðir hans stal meðan hann var í heimsókn í Egyptalandi árið 2004. Maðurinn taldi að bölvun faraós hefði fylgt fósturföðurnum til Þýskalands. Þegar þangað kom þjáðist hann af ógleði, lömun, hitasóttum og krabbameini. Hann lést fyrir skömmu.

Útskurðarmyndin var send í diplomatapósti til Egyptalands og afhent þjóðminjaverði. Í Þjóðminjasafninu er nú verið að rekja uppruna hennar. Fjölmargir hafa trúað á bölvun faraós síðan grafhýsi Tutankhamuns fannst í Dal konunganna í Egyptalandi árið 1922.

Fjölmargir aðstandendur þess uppgraftar voru sjálfir grafnir fljótlega eftir fundinn. Þeirra á meðal Carnarvon lávarður, sem fjármagnaði uppgröftinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×