Erlent

Göngu nýnasista mótmælt

Guðjón Helgason skrifar

Um hundrað manns voru handteknir þegar mikil ringulreið skapaðist í Kolding í Danmörku í gær. Nýnasistar höfðu safnast saman í miðborginni til að minnsta þess að 20 ár voru frá dauða nasistaforingjans Rudolfs Hess.

Flestir hinna handteknu voru að mótmæla fundi nýnasistanna. Aðeins 8 úr þeirra hópi voru handteknir - þar á meðal danski nýnaistaleiðtoginn Jonni Hansen. Hann leti í átökum við lögreglumenn og var umsvifalausts skellt í járn.

Hess var þriðji í röð þeirra sem stýrðu Þriðja ríkinu. Hann var handtekinn í Skotlandi 1941 en þangað hafði hann flogið til að reyna að semja um frið við Breta. Hann var fangelsaður í Lundúnaturninum og síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi í réttarhöldunum í Nürnberg eftir Seinni heimsstyrjöldina. Hann afplánaði í Spandau-fangelsinu í Berlín en þar lést hann 1987.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×