Erlent

Ítalskur bæjarstjóri borgar fyrir megrun

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Ítalskur bæjarstjóri beitir nýstárlegum aðferðum gegn offitu. Hann heitir allt að sjötíu þúsund íslenskum krónum til hvers íbúa bæjarins sem er of þungur, en tekst að koma sér í kjörþyngd - og halda sér þar.

Sumir mæla með meiri hreyfingu, en aðrir betra mataræði. Nú reynir bæjarstjórinn í sjö þúsund og fimm hundruð manna bænum Vallero Sesia á norðurhluta Ítalíu að berjast gegn þessum fylgifiski velmegunar með því að bjóða peningaverðlaun. Þeir sem ná kjörþyngd fá tæpar fimm þúsund krónur, eftir fimm mánuði í sömu þyng tæplega 20 þúsund krónur og nái þeir að halda sér í kjörþyngd í heilt ár fá þeir tæpar 50 þúsund krónur.

Bæjarstjórnin hefur sett eina milljón íslenskra króna í grenningarsjóðinn og vonast til að heilbrigðisráðuneyti landsins taki verkefninu vel.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin áætlar að helmingur fullorðinna og 20 prósent barna séu of þung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×