Erlent

Norður-Kórea þrjóskast enn

Snurða er hlaupin á þráðinn í undirbúningi fyrir leiðtogafund Norður og Suður-Kóreumanna sem er fyrirhugaður í lok mánaðarins. Fulltrúar Norður-Kóreu tilkynntu í morgun að þeir ætluðu ekki að mæta á fyrsta formlega undirbúningsfundinn sem halda átti á morgun.

Í síðustu viku var tilkynnt að Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, og Noh Moon-hyun, forseti Suður-Kóreu, ætluðu að funda í Pyongyang í Norður-Kóreu. Leiðtogar landanna hafa aðeins fundað einu sinni áður, í júní árið 2000. Norður-Kóreumenn hafa þó ekki blásið undirbúningsfundinn af heldur leggja til að hann verði haldinn síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×