Erlent

Segjast hafa sleppt 2 gíslum

Guðjón Helgason skrifar

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan segjast hafa látið tvo Suður-Kóreumenn lausa úr gíslingu en halda enn átján eftir. Talsmaður þeirra greindi frá þessu síðdegis en þetta hefur ekki fengist staðfest. Gíslarnir munu vera konur sem mannræningjarnir segja veikar.

Viðræður milli Talíbana og sendifulltrúa suðurkóreskra stjórnvalda um lausn gíslanna hófust á skrifstofu Rauða hálfmánans í Gansí í Mið-Afganistan í gær og var haldið áfram í dag.

Uppreisnarmennirnir hafa krafist þess að fangelsaðir Talíbanar verði látnir lausir í skiptum fyrir gíslana, ellegar verði þeir myrtir. Tveir gíslar hafa þegar fallið fyrir hendi mannræningjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×