Erlent

Til sölu; föt af gömlum einræðisherra

Óli Tynes skrifar
Augusto Pinochet.
Augusto Pinochet.

Elsti sonur Ágústusar Pinochet fyrrverandi einræðisherra í Chile hefur sett safn af jakkafötum sem faðir hans átti í sölu hjá klæðskera miðborg Santiago. Pinochet sem stjórnaði landinu með harðri hendi í 17 ár, lést í fyrra. Ágústus Pinochet Hiriart segir að faðir hans hafi notað þessu föt bæði í starfi sínu og einkalífi.

Allt eru þetta borgaraleg föt, en Pinochet sem einnig var hershöfðingi átti marga glæsilega einkennisbúninga sem hann skrýddist gjarnan við hátíðleg tækifæri. Fötin eru frá áttunda áratug síðustu aldar. Pinochet Hiriart segir að faðir hans hafi gefið honum fötin fyrir löngu og sumt af þeim hafi hann notað sjálfur.

Um þrjúþúsund manns voru myrtir eða hurfu meðan Pinochet stjórnaði Chile. Um 28 þúsund til viðbótar sættu pyntingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×