Erlent

Rússar fá ekki Norðurpólinn átakalaust

Óli Tynes skrifar
Rússneski fáninn á hafsbotni undir Norðurpólnum.
Rússneski fáninn á hafsbotni undir Norðurpólnum.

Kanadamenn ætla ekki að láta Rússa komast upp með að helga sér Norðurpólinn. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada tilkynnti í gær að þeir muni reisa tvær herstöðvar í norðursvæði landsins til þess að leggja áherslu á sinn rétt til þess að nýta það sem er að finna undir ísnum. Rússneskur kafbátur setti í síðustu viku rússneska fánann á hafsbotninn undir pólnum.

Við hlýnun heimshafanna er ísinn á Norðurpólnum stöðugt að minnka og menn sjá framá að með því verði hægt að nýta auðlindir á hafsbotni. Þar er talið vera gríðarlega mikið af olíu, gasi og verðmætum málmum.

Rússar halda því fram að hafsbotninn á þessu svæði sé í raun framhald af landgrunni þeirra og þeir eigi því þar óskoraðan rétt. Aðrar þjóðir hafa mótmælt þessu harðlega. Meðal þeirra eru Danir sem eru að undirbúa eigin leiðangur til þess að rannsaka hafsbotninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×