Erlent

Handtekinn fyrir að þýða Harry Potter

Óli Tynes skrifar
Margir hafa reynt að stela Harry Potter.
Margir hafa reynt að stela Harry Potter.

Sextán ára franskur skólapiltur hefur verið handtekinn fyrir að þýða kafla úr nýjustu bókinni um Harry Potter og setja  á netið. Hin opinbera franska útgáfa kemur ekki í bókaverslanir fyrr en 26. október.

Það var fjársvikadeild frönsku lögreglunnar sem handtók strákinn, en undir hana heyra höfundaréttarmál.

Þýðandi hinnar opinberu frönsku útgáfu situr enn með sveittan skallann yfir bókinni um galdrastrákinn. Hann hefði kannski átt að leita sér aðstoðar hjá skólastráknum sem setti þrjá fyrstu kafla hennar á netið aðeins örfáum dögum eftir að hún kom út á ensku.

Engin bók í sögunni hefur selst jafn hratt og sjöunda og síðasta bókin um Harry Potter. Ellefu milljónir eintaka seldust strax á fyrsta sólarhringnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×