Erlent

Rússneska þotan var á flótta frá Georgíu

Óli Tynes skrifar
Rússneska þotan var að forðast loftvarnaeldflaug.
Rússneska þotan var að forðast loftvarnaeldflaug.

Yfirvöld í Georgíu segja að rússneskri eldflaug sem lenti þar í landi fyrr í vikunni hafi ekki verið skotið frá rússneskri orrustuþotu, heldur hafi henni verið sleppt. Þessvegna hafi hún ekki sprungið þegar hún lenti. Þetta atvik hefur enn aukið á spennu milli landanna.

Ónafngreindur georgiskur heimildarmaður sagði við Reuters fréttastofuna að rússneska þotan hefði verið á flugi yfir Ossetíu. Ossetía er hérað sem vill aðskilnað frá Georgíu. Rússar styðja þessi aðskilnaðaráform. Heimildarmaðurinn sagði að fyrir misskilning hafi hersveitir aðskilnaðarsinna skotið loftvarna-eldflaug að rússnesku þotunni, líklega talið að hún væri frá Georgíu.

Rússneski flugmaðurinn hafi auðvitað reynt að forðast eldflaugina og til þess að létta þotu sína og gera hana liprari í snúningum hafi hann sleppt eldflaug sem hún var vopnuð. Sú eldflaug hafi fallið til jarðar í Georgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×