Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld 31. júlí 2007 13:33 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. Skattaumdæmin eru níu talsins og hefur skapast hefð fyrir því að taka saman svokallaða hákarlalista þ.e. lista yfir gjaldahæstu einstaklingana í hverju umdæmi fyrir sig. Í Reykjavík trónir á toppnum, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings en opinber gjöld hans á síðasta ári námu rúmum 400 milljónum króna. Næstur á eftir honum kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna og þriðja sætið vermir Ingunn Gyða Wernesdóttir með rúmar 287 milljónir krónur og eru þessi þrjú jafnframt skattakóngar landsins alls. Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskips, er sá einstaklingur á Reykjanesi sem greiðir hæstu opinberu gjöldin samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, en Baldur greiðir rúma 121 milljón króna. Í öðru sæti er Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi stjórnarformaður Toyota, með rúmar 104 milljónir og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis er í þriðja sæti en hann greiðir rúma 71 milljón í opinber gjöld. Athygli vekur að fjórir hæstu greiðendurnir eru búsettir á Seltjarnarnesi, en í fjórða sæti er Jón Sigurðsson, með 64 milljónir. Aðeins ein kona kemst inn á listann yfir tíu hæstu greiðendur, en Anna Fríða Winther, búsett á Seltjarnarnesi, er í tíunda sæti með rúmar 47 milljónir. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskipum, situr í efsta sæti skattgreiðenda á Vesturlandi og er eina skattadrottning landsins ef svo má að orði komast en opinber gjöld hennar námu tæpum 26 milljónum króna. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna Á Norðurlandi vestra trónir útgerðarmaðurinn Stefán Jósefsson á toppnum með tæpar 17 og hálfa milljón króna í opinber gjöld. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri er skattakóngur Norðurlands eystra en opinber gjöld hans nema rúmum 118 milljónir króna. Það setur hann einnig í fimmta sætið yfir gjaldahæstu menn landsins. Jón Hafdal Héðinsson, fyrrum útgerðarmaður frá Hornafirði greiðir hæst gjöld allra á Austurlandi eða rúmar 42 milljónir króna. Aðeins munar um 30 þúsund krónum á honum og Hrefnu Lúðvíksdóttur sem situr í því öðru, einnig með rúmar 42 milljónir króna. Skattakóngur Suðurlands er Guðmundur Birgisson, Núpum Ölfusi en hann greiðir tæpar 66 milljónir í opin ber gjöld. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, er skattakóngur Vestmannaeyja þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir króna í opinber gjöld. Ríkasti Íslendingurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda á Íslandi. Eignir Björgólfs eru metnar vel á þriðja hundrað milljarða íslenskra króna. Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir að Björgólfur hafi ekki haft búsetu á Íslandi í 15 ár. Einu launuðu störfin sem Björgólfur hafi á Íslandi séu vegna stjórnarformennsku í Actavis og Straumi-Burðarás, en fyrir þau fái hann greitt um kr. 900 þúsund á mánuði. Hann greiðir skatt af því. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. Skattaumdæmin eru níu talsins og hefur skapast hefð fyrir því að taka saman svokallaða hákarlalista þ.e. lista yfir gjaldahæstu einstaklingana í hverju umdæmi fyrir sig. Í Reykjavík trónir á toppnum, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings en opinber gjöld hans á síðasta ári námu rúmum 400 milljónum króna. Næstur á eftir honum kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna og þriðja sætið vermir Ingunn Gyða Wernesdóttir með rúmar 287 milljónir krónur og eru þessi þrjú jafnframt skattakóngar landsins alls. Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskips, er sá einstaklingur á Reykjanesi sem greiðir hæstu opinberu gjöldin samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, en Baldur greiðir rúma 121 milljón króna. Í öðru sæti er Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi stjórnarformaður Toyota, með rúmar 104 milljónir og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis er í þriðja sæti en hann greiðir rúma 71 milljón í opinber gjöld. Athygli vekur að fjórir hæstu greiðendurnir eru búsettir á Seltjarnarnesi, en í fjórða sæti er Jón Sigurðsson, með 64 milljónir. Aðeins ein kona kemst inn á listann yfir tíu hæstu greiðendur, en Anna Fríða Winther, búsett á Seltjarnarnesi, er í tíunda sæti með rúmar 47 milljónir. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskipum, situr í efsta sæti skattgreiðenda á Vesturlandi og er eina skattadrottning landsins ef svo má að orði komast en opinber gjöld hennar námu tæpum 26 milljónum króna. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna Á Norðurlandi vestra trónir útgerðarmaðurinn Stefán Jósefsson á toppnum með tæpar 17 og hálfa milljón króna í opinber gjöld. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri er skattakóngur Norðurlands eystra en opinber gjöld hans nema rúmum 118 milljónir króna. Það setur hann einnig í fimmta sætið yfir gjaldahæstu menn landsins. Jón Hafdal Héðinsson, fyrrum útgerðarmaður frá Hornafirði greiðir hæst gjöld allra á Austurlandi eða rúmar 42 milljónir króna. Aðeins munar um 30 þúsund krónum á honum og Hrefnu Lúðvíksdóttur sem situr í því öðru, einnig með rúmar 42 milljónir króna. Skattakóngur Suðurlands er Guðmundur Birgisson, Núpum Ölfusi en hann greiðir tæpar 66 milljónir í opin ber gjöld. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, er skattakóngur Vestmannaeyja þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir króna í opinber gjöld. Ríkasti Íslendingurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda á Íslandi. Eignir Björgólfs eru metnar vel á þriðja hundrað milljarða íslenskra króna. Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir að Björgólfur hafi ekki haft búsetu á Íslandi í 15 ár. Einu launuðu störfin sem Björgólfur hafi á Íslandi séu vegna stjórnarformennsku í Actavis og Straumi-Burðarás, en fyrir þau fái hann greitt um kr. 900 þúsund á mánuði. Hann greiðir skatt af því.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira