Erlent

Putin ætlar að halda völdum yfir leyniþjónustunni

Jónas Haraldsson skrifar
Vladimir Putin.
Vladimir Putin. MYND/AP

Aðstoðarmenn Vladimir Putin, forseta Rússlands, hafa ákveðið að auka völd sérstaks öryggisráðs og gera það nærri jafn valdamikið og ríkisstjórnina. Putin hefur ítrekað sagt að hann ætli sér að halda pólitískum áhrifum þegar að hann yfirgefur embætti forseta á næsta ári og talið er að öryggisráðið geti orðið valdastöð hans.

Samkvæmt ónafngreindum heimildarmanni verða völd ráðsins aukin með því að gefa því stjórn yfir varnarmálaráðuneytinu og leyniþjónustunni. Þá sagði hann einnig að ráðið myndi móta pólitíska stefnu fyrir landið allt. Hingað til hefur leyniþjónustan heyrt beint undir forsetaembættið.

Putin hefur útilokað að breyta stjórnarskránni svo hann geti verið lengur við völd en hann segist ætla að yfirgefa forsetaembættið í mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×