Erlent

Rússar vilja sættast við Breta

Óli Tynes skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.

Utanríkisráðherra Rússlands sagði í dag að hann vonaðist til þess að eðlileg samskipti kæmust á milli Bretlands og Rússlands, eftir að Rússar ráku fjóra breska sendifulltrúa úr landi. Það var í hefndarskyni fyrir að Bretar gerðu fjóra Rússa landræka. Og það gerðu Bretar vegna þess að Rússar vilja ekki framselja meintan morðingja KGB njósnarans Litvinenkos, sem var myrtur í Lundúnum.

Sergei Lavrov sagði í samtali við Interfax fréttastofuna í dag að Rússar vildu færa samskipti landanna í eðlilegt horf. Rússar gengju út frá því að þau samskipti yrðu grundvölluð á gagnkvæmri virðingu fyrir hagsmunum, og almennri skynsemi.

Lavrov neitaði því að Rússar hefðu slitið samvinnu við Breta í hryðjuverkavörnum. Hann sagði að Bretar hefðu hætt þeirri samvinnu en Rússar væru tilbúnir að hefja hana á nýjan leik, eins og ekkert hefði í skorist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×