Erlent

Hæstiréttur Pakistan ógildir ákvörðun Musharraf

Iftikhar Chaudhry er nú orðinn æðsti dómari Pakistan á ný.
Iftikhar Chaudhry er nú orðinn æðsti dómari Pakistan á ný. MYND/AFP

Hæstiréttur Pakistan ógilti í dag brottrekstur æðsta dómara landsins en Pervez Musharraf, forseti Pakistan, rak hann úr embætti fyrir fjórum mánuðum síðan. Iftikhar Chaudhry varð táknmynd og sameiningarafl andstæðinga Musharraf eftir að hann neitaði að samþykkja brottreksturinn.

Andstaða Chaudhry varð ein helsta ógn við Musharraf og tök hans á þjóðfélaginu. Fjölmörgar mótmælagöngur áttu sér stað og oft urðu átök á milli stuðningsmanna Chaudhry og lögreglu.

Á meðal þess sem Chaudhry var sakaður um var að hafa beitt áhrifum sínum til þess að verða syni sínum úti um starf, segja ekki rétt frá útgjaldaliðum og ógna starfsmönnum yfirvalda.

Marga gagnrýnendur Musharraf grunar þó að raunverulega ástæðan sé að Chaudhry, sem æðsti dómari Pakistan, gæti sagt að stjórnarskrá landsins heimili Musharraf ekki gegna embætti forseta landsins áfram en Musharraf ætlar sér að bjóða sig fram á næsta kjörtímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×