Framleiðsla á kílói af nautakjöti losar um það bil sama magn gróðurhúsalofttegunda og að keyra heimilisbílinn frá Reykjavík til Blönduóss. Japanskir vísindamenn komust að þessu með útreikningum á ýmsum þáttum nautakjötsframleiðslu. Tímaritið New Scientist greinir frá þessu.
Sé allt tekið í reikninginn losar meðal steik fyrir fjóra gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda um 36 kílóum af koltvíoxíði. Þetta er sambærilegt við losun meðal bíls sem keyrt er á 80 kílómetra hraða í 250 kílómetra.
Tveir þriðju hlutar þeirrar orku fer í að framleiða og flytja gripafóður, að sögn vísindamannanna við búnaðar- og gróðurstofnunina í Tsukuba í Japan.
Steikin mengar jafn mikið og heimilisbíllinn
