Bretar segja brottrekstur erindreka óréttlætanlegan Jónas Haraldsson skrifar 19. júlí 2007 12:31 David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands. MYND/AFP Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri. Erlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri.
Erlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira