Sao Paulo vélin var á fjórföldum lendingarhraða Óli Tynes skrifar 19. júlí 2007 10:29 Myndbandsupptökur af flugslysinu í Sao Paulo í Brasilíu í gær sýna að Airbus flugvélin var á allt að fjórföldum venjulegum lendingarhraða þegar hún snerti flugbrautina. Yfir 200 manns fórust þegar vélin fór til vinstri út af flugbrautinni, við enda hennar, og lenti á bensínstöð. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndband af flugvélinni lenda. Á myndbandinu má sjá flugvél á eðlilegum lendingarhraða. Næst kemur síðan vélin sem að endaði út fyrir brautina. Þar er auðséð að vélin sem fórst var á allt of miklum hraða. Sjónarvottar segjast halda að flugmaðurinn hafi áttað sig á því að hann gæti ekki hemlað á brautinni og hafi því bætt í hraðann og reynt að taka á loft aftur en það ekki tekist. Of mikill lendingarhraði er í sjálfu sér uppskrift að vandræðum. Við það bætist að flugvöllurinn í Sao Paulo er alræmdur fyrir að flugbrautin er stutt og mjög hál þegar hún er regnblaut. Flugmenn hafa lýst aðstæðum í Sau Paulo þannig að það sé eins og að lenda á flugmóðurskipi. Tvær minni flugvélar fóru út af brautinni síðastliðinn mánudag, án þess þó að slys yrðu af. Nýbúið er að malbika flugbrautina. Hinsvegar er ekki búið að rista í hana skorur til þess að vatn renni af henni þegar rignir. Í febrúar síðasliðnum bannaði alríkisdómari þrem tegundum stórra flugvéla að lenda í Sao Paulo. Því banni var hinsvegar snarlega aflétt í áfrýjunarrétti. Þar var niðurstaðan sú að efnahagsáhrif væru þyngri á metunum en hugsanleg hætta. Erlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Myndbandsupptökur af flugslysinu í Sao Paulo í Brasilíu í gær sýna að Airbus flugvélin var á allt að fjórföldum venjulegum lendingarhraða þegar hún snerti flugbrautina. Yfir 200 manns fórust þegar vélin fór til vinstri út af flugbrautinni, við enda hennar, og lenti á bensínstöð. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndband af flugvélinni lenda. Á myndbandinu má sjá flugvél á eðlilegum lendingarhraða. Næst kemur síðan vélin sem að endaði út fyrir brautina. Þar er auðséð að vélin sem fórst var á allt of miklum hraða. Sjónarvottar segjast halda að flugmaðurinn hafi áttað sig á því að hann gæti ekki hemlað á brautinni og hafi því bætt í hraðann og reynt að taka á loft aftur en það ekki tekist. Of mikill lendingarhraði er í sjálfu sér uppskrift að vandræðum. Við það bætist að flugvöllurinn í Sao Paulo er alræmdur fyrir að flugbrautin er stutt og mjög hál þegar hún er regnblaut. Flugmenn hafa lýst aðstæðum í Sau Paulo þannig að það sé eins og að lenda á flugmóðurskipi. Tvær minni flugvélar fóru út af brautinni síðastliðinn mánudag, án þess þó að slys yrðu af. Nýbúið er að malbika flugbrautina. Hinsvegar er ekki búið að rista í hana skorur til þess að vatn renni af henni þegar rignir. Í febrúar síðasliðnum bannaði alríkisdómari þrem tegundum stórra flugvéla að lenda í Sao Paulo. Því banni var hinsvegar snarlega aflétt í áfrýjunarrétti. Þar var niðurstaðan sú að efnahagsáhrif væru þyngri á metunum en hugsanleg hætta.
Erlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira