Erlent

Kanntu að reikna eins og 8 ára barn ?

Óli Tynes skrifar

Ný könnun í Bretlandi virðist sýna að stærðfræðikunnáttu fólks fari hrakandi. Stærðfræðispurning sem lögð var fyrir átta ára börn var einnig lögð fyrir 2000 fullorðna. Spurningin var: Hvað er einn áttundi af 32. Nokkrir svarmöguleikar voru gefnir.

a) 6 b) 4 c) 2 d) 8 e) Ekkert af þessu f) Veit ekki.

Niðurstaðan var sú að 96 prósent þeirra sem voru yfir 55 ára gamlir gátu svarað spurningunni, en aðeins 88 prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-25 ára. Þetta þykir ótvírætt merki um að stærðfræðimenntun fari hrakandi. Ekki var skýrt frá því hvernig svarhlutverið var hjá átta ára börnunum.

En svarið er að einn áttundi af 32 eru fjórir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×