Erlent

Fimm fórust í jarðskjálfta sem skók Japan í nótt

Jónas Haraldsson skrifar

Sterkur jarðskjálfti skók norðvesturhluta Japan í nótt. Að minnsta kosti fimm fórust og fleiri en 200 slösuðust í skjálftanum sem var 6,8 á Richter skalanum. Fleiri hundruð heimili jöfnuðust við jörðu og björgunarsveitir leita nú að fólki í rústunum.

Byggingar í Tokyo skulfu verulega og slökkt var á kjarnakljúfum í kjarnorkuverum í varúðarskyni. Búist er við einhverjum eftirskjálftum á svæðinu. Viðvörun vegna flóðbylgju var gefin út en hún síðan dregin til baka þegar í ljós kom að hún myndi aðeins verða hálfs meters há.

Þá kviknaði eldur við rafstöð kjarnorkuvers en það slökkti á sér sjálfkrafa áður en nokkuð gerðist. Stjórnvöld segja enga hættu stafa frá kjarnorkuverinu og að það hafi ekki komið leki að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×