Erlent

66 handteknir í barnaklámsmáli á Spáni

Lögreglan á Spáni skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á 48 milljónir tölvumynda og myndbanda og handtekið 66 manns í tengslum við rannsókn á barnaklámi. Lögreglan vann með Interpol í málinu og fylgdist með þegar 5 þúsund skrám var hlaðið niður af netþjónum í Þýskalandi.

Rannsóknin hófst í september og niðurstaða hennar var að 85 manns hefðu sótt myndir. Í framhaldinu voru fyrrnefndir 66 handteknir. Þeir koma frá ýmsum svæðum á Spáni og vinna sem arkitektar, sálfræðingar, læknar, lögfræðingar og íþróttaþjálfarar ungra barna.

Lögreglan á Spáni rannsakar nú hvort að þeir sem voru með myndirnar á tölvunum hjá sér hafi einnig misnotað börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×