Erlent

Öryggisgæsla hert í Mogadishu

Hermenn á gangi um götur Mogadishu.
Hermenn á gangi um götur Mogadishu. MYND/AP

Gríðarlega öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þar sem á að halda sátta- og friðarfund á milli fleiri en eitt þúsund fyrrum stríðsherra, öldunga og stjórnmálamanna. Fleiri hundruð hermenn hafa verið kallaðir til borgarinnar til þess að sinna gæslu.

Uppreisnarmenn hafa heitið því að ráðast á ráðstefnuna og svipta lífi þá sem á hana mæta. Ráðstefnunni hefur tvívegis verið frestað vegna óvissu um öryggi fundarmanna. Á miðvikudaginn var síðan ákveðið að halda fundinn og samdægurs voru gerðar árásir á forsetahöllina og fundarstaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×