Erlent

Starbucks lokar útibúi sínu í Forboðnu borginni

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur lokað kaffihúsi sínu í Forboðnu borginni í Peking. Staðurinn opnaði árið 2000 og varð strax umdeildur. Safnverðir í Forboðnu borginni buðu Starbucks á að vera áfram en aðeins ef að þeir myndu fjarlægja öll merki og seldu einnig aðrar vörur. Því var hafnað og því lokaði kaffihúsið.

Kínverjar höfðu mótmælt veru Starbucks á staðnum harkalega og sögðu það óviðeigandi að vörumerki sem er talið eitt helsta merki vestrænnar hnattvæðingu væri staðsett á einum sögufrægasta stað þjóðarinnar. Nú er verið að setja upp minjagripabúð á þeim stað er kaffihúsið var áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×