Erlent

Sjö alvarlega slasaðir eftir nautahlaup dagsins

Sjö manns slösuðust alvarlega í nautahlaupi í Pamplona í morgun og nokkrir til viðbótar urðu sárir. Hlaupið entist í rúmar sex mínútur í stað rúmlega tveggja eins og vaninn er þar sem nautin skildust að, sneru við og gerðu í raun allt sem þau eiga ekki að gera. Smellið á „Spila" hnappinn til þess að sjá myndir frá hlaupinu í morgun.

48 ára maður frá Pamplona var stangaður á hol í brjóstkassann og 23 ára Mexíkói fékk horn í magann. Báðir fóru þeir í umfangsmiklar aðgerðir og liggja í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi í borginni. Hinir sem stungnir voru eru frá Póllandi, Noregi, Spáni og Bandaríkjunum og eru þeir á öllum aldri. Árið 1924 var farið að skrá hversu margir slasast í hlaupinu. Síðan þá hafa 13 manns látið lífið, sá síðasti árið 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×