Erlent

Óvenju há tíðni dauðsfalla í vinnuslysum á Ítalíu

NordicPhotos/GettyImages

435 hafa látist í vinnuslysum á Ítalíu á þessu ári. Rannsóknir sýna að tíðni vinnuslysa á Ítalíu er meira en 40% hærri en í Frakklandi, tvöfalt hærri en í Þýskalandi og sjöfalt hærri en í Bretlandi. Lögreglan telur að stór hluti þeirra sem látast séu ólöglegir innflytjendur sem vinna við óviðunandi öryggisaðstæður.

Artan Plaka, albanskur innflytjandi á Ítalíu, er sá sem síðast lést. Vinnuveitandi hans sagði við lögreglu að þetta hefði verið fyrsti dagur Plaka í vinnu. Lögreglan komst að því að svo væri ekki og rannsakar nú hvort að Plaka hefði verið ráðinn án samnings.

„Þeir segja alltaf að þetta hafi verið fyrsti dagurinn," sagði Nazareno Bisgoni, talsmaður stærsta verkalýðsfélags Ítalíu. „Innflytjendur eru ráðnir ólöglega. Ef einhver þeirra deyr segja fyrirtækin alltaf að þetta hafi verið fyrsti dagurinn hjá viðkomandi og þeir væru enn að vinna í pappírsmálunum. En þessu trúir enginn lengur."

Gott dæmi um hversu há tíðni er á vinnuslysum sem leiða til dauða á Ítalíu, þá létust 3520 hermenn bandamanna í Írak frá apríl 2003 til apríl 2007 á meðan 5252 manns létust í vinnuslysum á Ítalíu frá byrjun ársins 2003 til október 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×